Myndir: Verstu óeirðir í mörg ár

Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur.
Lögreglan hefur meðal annars beitt táragasi á mótmælendur. AFP/Ozan Kose

Hand­taka Ekrem Imamog­ul, borg­ar­stjóra Ist­an­búl, hef­ur leitt til ein­hverra verstu óeirða í Tyrklandi í mörg ár.

Gríðarleg­ur fjöldi náms­manna í Tyrklandi tók sig sam­an í dag og ákvað að sniðganga kennslu eft­ir há­degi til að mót­mæla hand­töku borg­ar­stjór­ans.

Mót­mæl­in hafa leitt til átaka á milli lög­reglu og mót­mæl­enda en tæp­lega 1.200 manns hafa verið hand­tekn­ir síðan að Imamog­ul var hand­tek­inn 19. mars.

Hann var hand­tek­inn vegna rann­sókn­ar á spill­ingu og mögu­legra tengsla við hryðju­verka­sam­tök. 

Hátt í 1.200 manns hafa verið handteknir.
Hátt í 1.200 manns hafa verið hand­tekn­ir. AFP/​Ozan Kose

Blaðamenn hand­tekn­ir

Tíu tyrk­nesk­ir blaðamenn voru hand­tekn­ir í dag á heim­il­um sín­um vegna um­fjöll­un­ar um mót­mæl­in.

Blaðamanna­sam­band Tyrk­lands hef­ur for­dæmt aðgerðina.

Þykir sig­ur­strang­leg­ur

Frétt­irn­ar af hand­töku Imamog­uls bár­ust á meðan kosn­ing fór fram í Re­públi­kana­flokkn­um CHP um hver skyldi verða næsta for­seta­efni flokks­ins í for­seta­kosn­ing­un­um 2028. Imamog­ul hef­ur verið tal­inn sá leiðtogi flokks­ins sem gæti sigrað nú­ver­andi for­seta Tyrk­lands, Recep Tayyip Er­dog­an, í kom­andi kosn­ing­um.

Nokkr­ir evr­ópsk­ir borg­ar­stjór­ar hafa for­dæmt hand­töku Imamog­uls og lýst áhyggj­um yfir end­ur­tekn­um árás­um á grund­vall­ar­rétt­indi og sjálf­stæði sveit­ar­fé­laga í Tyrklandi.

Á meðal þeirra sem for­dæmt hafa hand­tök­una er Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur. 

Lögreglan er með mikinn viðbúnað vegna mótmælanna.
Lög­regl­an er með mik­inn viðbúnað vegna mót­mæl­anna. AFP/​Ozan Kose
Kveikt í fána Tyrklands.
Kveikt í fána Tyrk­lands. AFP/​Ang­e­los Tzortz­in­is



Nemendur sniðgengu kennslu eftir hádegi.
Nem­end­ur sniðgengu kennslu eft­ir há­degi. AFP/​Ang­e­los Tzortz­in­is
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert