Öflugur jarðskjálfti reið yfir suðureyju Nýja-Sjálands

Jarðskjálftinn var að stærðinni 6,7.
Jarðskjálftinn var að stærðinni 6,7. Kort/earthquake.usgs.gov

Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 reið yfir suður­eyju Nýja-Sjá­lands í dag, að sögn jarðfræðistofn­un­ar Banda­ríkj­anna.

Skjálft­inn varð klukk­an 14.43 á staðar­tíma á tíu kíló­metra dýpi und­an suðvesturodda Suður­eyj­ar Nýja Sjá­lands.

Eng­in flóðbylgju­viðvör­un var gef­in út og ekki hafa borist nein­ar fregn­ir af skemmd­um en al­manna­varn­ir Nýja-Sjá­lands vöruðu íbúa við og sögðu þeim að forðast nær­liggj­andi strandsvæði vegna hættu á sterk­um straum­um.

Nýja-Sjá­land ligg­ur á milli tveggja helstu jarðflekafleka og þúsund­ir lít­illa jarðskjálfta mæl­ast ár­lega. Árið 2011 varð jarðskjálfti að stærðinni 6,3 í Christchurch með þeim af­leiðing­um að 185 lét­ust.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert