Óskarsverðlaunaleikstjóra saknað

Leikstjórarnir fjórir með verðlaunastytturnar sínar fyrir bestu heimildarmyndina á Óskarnum. …
Leikstjórarnir fjórir með verðlaunastytturnar sínar fyrir bestu heimildarmyndina á Óskarnum. Frá vinstri Yuval Abraham, Rachel Szor, Hamdan Ballal og Basel Adra. AFP/ Frederic J. Brown

Hamd­ans Ballal, palestínsks leik­stjóra Óskar­sverðlauna­heim­ild­ar­mynd­ar­inn­ar No Ot­her Land, er saknað eft­ir að ísra­elsk­ir her­menn réðust á hann í gær í þorp­inu Sus­iya á Vest­ur­bakk­an­um. 

AFP grein­ir frá og seg­ir að í kjöl­far árás­ar­inn­ar hafi leik­stjór­inn verið num­inn á brott.

Vitni segja hann stór­slasaðan

Yu­val Abra­ham, meðleik­stjóri hans, hef­ur birt röð færslna um málið á miðlin­um X. Þar seg­ir hann Ballal hafa verið stór­slasaðan með blæðandi áverka á höfði og maga.

Þá greindi Associa­ted Press frá því að aðgerðasinn­ar frá Center for Jewish Non­vi­o­lence hefðu lýst því hvernig hóp­ur 10-20 grímu­klæddra manna hefði ráðist á Ballal og aðgerðasinna gyðinga með vopn­um, grjóti og prik­um, mölvað rúður í bíl­um og skorið á dekk.

Þrjár vik­ur eru síðan No Ot­her Land vann Óskar­sverðlaun sem besta heim­ild­ar­mynd­in en þar notuðu leik­stjór­arn­ir Abra­ham, Ballal, Basel Adra og Rachel Szor tæki­færið til að vekja at­hygli á eyðilegg­ing­unni á Gasa.

Ítar­lega er fjallað um mynd­ina á menn­ing­arsíðum Morg­un­blaðsins í dag en þar ræðir blaðamaður við tón­skáld henn­ar, Ju­lius Pollux Rot­hla­end­er. Mynd­in verður sýnd í Bíó Para­dís und­ir lok mánaðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert