Trump: Minniháttar feill

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, gerði lítið úr áhyggj­um fólks af því að hátt­sett­ir banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn hefðu sent skila­boð í hóp­spjalli um áætlan­ir um árás­ir á Húta-upp­reisn­ar­menn í Jemen, en fyr­ir mis­tök var blaðamaður tengd­ur inn í spjallið.

Trump, sem tók við sem for­seti í janú­ar, sagði í sím­tali við NBC-frétta­stöðina að þetta væri „eini feill­inn á tveim­ur mánuðum, og að þetta reynd­ist ekki vera al­var­legt.“

Trump bætti við að þjóðarör­ygg­is­ráðgjaf­inn Michael Waltz hefði „lært sína lex­íu.“

Eins og mbl.is greindi frá í gær þá var banda­ríska blaðamann­in­um Jef­frey Gold­berg fyr­ir mis­tök bætt í hóp­spjall á smá­for­rit­inu Signal þar sem æðstu emb­ætt­is­menn Banda­ríkj­anna ræddu fyr­ir­hugaðar árás­ir Banda­ríkj­anna á Húta í Jemen.

Árás­irn­ar voru gerðar 15. mars en Gold­berg, sem er rit­stjóri hjá tíma­rit­inu Atlantic, var bætt inn í spjallið tveim­ur dög­um fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert