Varaforsetinn ætlar með í heimsókn til Grænlands

Varaforsetinn slæst með í för.
Varaforsetinn slæst með í för. AFP/Angela Weiss

J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, ætl­ar að fylgja eig­in­konu sinni, Usha Vance, í heim­sókn til Græn­lands á föstu­dag. 

Seg­ist vara­for­set­inn vilja kanna ör­yggisaðstæður í Græn­landi en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur ít­rekað lýst áhuga sín­um á að ná yf­ir­ráðum á Græn­landi.

„Það er svo mik­il spenna í kring­um heim­sókn Ushu til Græn­lands á föstu­dag­inn svo ég ákvað að ég vildi ekki að hún færi að skemmta sér ein, þannig að ég ætla með henni,“ sagði Vance í mynd­skeiði sem hann birti á X. 

Auk Vance-hjón­anna mun banda­rísk sendi­nefnd einnig heim­sækja Græn­land á föstu­dag. 

Múte Egede, frá­far­andi formaður heima­stjórn­ar Græn­lands, hef­ur sakað yf­ir­völd í Washingt­on um af­skipta­semi af græn­lensk­um stjórn­mál­um með því að senda sendi­nefnd­ina til lands­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert