Viðræður í Riyadh voru „erfiðar en uppbyggilegar“

Viðræðurnar hafa farið fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh.
Viðræðurnar hafa farið fram á Ritz-Carlton-hótelinu í Riyadh. AFP/Fayez Nureldine

Viðræður Rúss­lands og Banda­ríkj­anna í Riya­dh voru „erfiðar en upp­byggi­leg­ar“, sagði Grig­ory Karas­in, full­trúi Rússa í viðræðunum, við rúss­neska miðla.

Vla­dimir Dzhabarov er einn af vara­mönn­um Karas­ins í ut­an­rík­is­ráðuneyti Rúss­lands og sagðist hann hafa talað við Karas­in fyrr í morg­un, hann hafi þá verið við það að yf­ir­gefa Sádi-Ar­ab­íu í kjöl­far samn­ingaviðræðna við Banda­ríkja­menn.

Að sögn Dzhabarov er bú­ist við að rúss­neska sendi­nefnd­in lendi í Moskvu í kvöld.

BBC grein­ir frá.

Viðræðum Úkraínu og Banda­ríkj­anna haldið áfram

Full­trú­ar Banda­ríkj­anna og Úkraínu komu sam­an til fund­ar í Riya­dh í Sádi-Ar­ab­íu í gær, til viðræðna um ein­hvers kon­ar vopna­hlé í inn­rás­ar­stríði Rússa.

Viðræðum var haldið áfram í gær með full­trú­um Rússa og Banda­ríkj­anna í Riya­dh í Sádi-Ar­ab­íu. Rúss­nesk­ir miðlar greindu frá því í gær að sam­eig­in­leg yf­ir­lýs­ing yrði birt í dag.

Úkraínsk­ir ​​og banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn áttu í frek­ari viðræðum í Riya­dh í dag, að sögn úkraínsks heim­ild­ar­manns AFP, degi eft­ir um tólf klukku­stunda fund Rússa og Banda­ríkja­manna í gær.

„Við erum enn að vinna með Banda­ríkja­mönn­um,“ sagði meðlim­ur í úkraínsku sendi­nefnd­inni við lít­inn hóp fjöl­miðla, þar á meðal blaðamann AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert