Leggur 25% tolla á alla innflutta bíla

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að tollarnir verði varanlegir.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að tollarnir verði varanlegir. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ætl­ar að leggja var­an­lega 25% tolla á alla inn­flutta bíla til að styðja við inn­lenda bíla­fram­leiðslu. Þetta gæti reynst högg fyr­ir evr­ópska bíla­fram­leiðslu, en einnig banda­ríska.

Toll­arn­ir taka gildi 2. apríl og ná til allra bíla sem ekki eru fram­leidd­ir á banda­rískri grundu en að sögn New York Times er tæp­lega helm­ing­ur allra öku­tækja sem seld eru í Banda­ríkj­un­um inn­flutt.

„Þetta er mjög spenn­andi,“ sagði for­set­inn er hann til­kynnti þetta á blaðamanna­fundi í Hvíta hús­inu. Sagðist hann hafa það fyr­ir stafni að láta banda­ríska fram­leiðend­ur koma upp fleiri verk­smiðjum inn­an­lands og þannig stuðla að „gríðarleg­um vexti“ fyr­ir geir­ann.

Þetta gæti þó haft þær af­leiðing­ar að birgðakeðjur banda­rískra fram­leiðenda trufl­ist, þar sem þeir kaupa gjarn­an bílaparta er­lend­is, og verð á bíl­um gæti þannig hækkað. 

Var­an­leg­ir toll­ar

„Þetta er var­an­legt,“ sagði Trump. „En ef þú smíðar bíl­inn í Banda­ríkj­un­um eru eng­ir toll­ar.“

Toll­arn­ir eru auk þess slæm­ar fregn­ir fyr­ir Evr­ópu, en bíla­fram­leiðend­ur álf­unn­ar seldu Banda­ríkja­mönn­um bíla fyr­ir allt að að 38 millj­óna evra í fyrra. Þar eiga Þjóðverj­ar stærst­an hlut. Þannig gæti enn frek­ari streita mynd­ast í milli­ríkja­sam­bönd­um.

Auk þess eru toll­arn­ir skell­ur fyr­ir Jap­ani og Kan­ada og viðskiptaráð Kan­ada hef­ur þegar mót­mælt toll­un­um og sagt að þeir gætu kostað tugþúsund­ir manns vinn­una, bæði í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada.

Tesla kem­ur best út

Tesla, í eigu Elons Musks sem er einn helsti ráðgjafi for­set­ans, mun gjalda minna af­hroð en aðrir bíla­fram­leiðend­ur þar sem all­ir Teslu­bíl­ar sem seld­ir eru í Banda­ríkj­un­um eru fram­leidd­ir í Kali­forn­íu eða Texas.

Trump sagði aft­ur á móti að Musk hefði ekki haft nokk­ur áhrif á ákvörðun sína um að leggja á tolla.

„Hann hef­ur aldrei beðið mig um greiða í viðskipt­um yfir höfuð,“ sagði Trump.

Hluta­bréf í Teslu hafa fallið harka­lega frá því þau náðu hápunkti í des­em­ber og sölu­töl­ur fara minnk­andi í Evr­ópu. Í vik­unni greindu fjöl­miðlar einnig frá því að kín­verski raf­bíla­fram­leiðand­inn BYD hefði skákað Teslu á bif­reiðamarkaði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert