Sögulegur sænskur dómur

Dómur með fordæmisgildi féll í Hæstarétti Svíþjóðar í morgun.
Dómur með fordæmisgildi féll í Hæstarétti Svíþjóðar í morgun. Ljósmynd/Wikipedia.org/Tage Olsin

Sex­tán ára gam­all dreng­ur sem skaut 35 ára gaml­an mann til bana í Solna, norðvest­ur af Stokk­hólmi, vorið 2023 hlaut í dag tæp­lega níu ára fang­elsi fyr­ir Hæsta­rétti Svíþjóðar í for­dæm­is­máli þar sem Hæstirétt­ur sló því föstu að af­brota­menn und­ir lögaldri gætu sætt þung­um fang­els­is­refs­ing­um fyr­ir al­var­leg brot, ekki ein­vörðungu vist­un­um á ung­linga­heim­il­um.

Fyr­ir héraðsdómi hlaut sak­born­ing­ur­inn fimm ára dóm og var einn fjög­urra sam­verka­manna sem sættu ákæru í mál­inu, en hann var ákærður fyr­ir mann­dráp og stór­fellda lík­ams­árás.

Lögðu á ráðin um mann­víg

Rök­studdi Hæstirétt­ur dóm sinn yfir aðalákærða með því að vist­un á ung­linga­heim­ili teld­ist eng­an veg­inn hæfi­leg refs­ing fyr­ir svo al­var­legt brot sem ákært var fyr­ir, þar sem fjór­ir sak­born­ing­ar höfðu sam­mælst og lagt á ráðin um að koma fórn­ar­lambi sínu fyr­ir katt­ar­nef.

Fram til þessa hef­ur meg­in­regl­an hvað refs­ing­ar ólögráða brota­manna á ald­urs­skeiði 15 til 17 ára í Svíþjóð varðar verið að lífstíðarfang­elsi telj­ist 18 ár, en dóma­fram­kvæmd fram til þessa hef­ur al­mennt verið á þann veg að ung­ur ald­ur sak­born­ings telj­ist hon­um til refsi­lækk­un­ar og komi þá til frá­drátt­ar frá 18 ára há­mark­inu.

Hæstirétt­ur sló því föstu með dómi sín­um í dag að þyngri refs­ing í al­var­leg­um brota­mál­um geti haft al­menn varnaðaráhrif er um sér­stak­lega al­var­leg af­brot er að ræða.

SVT

SVT-II (frétt af skotárás­inni vorið 2023)

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert