„Þetta var eins og heimsendir“

00:00
00:00

Vöru­bíl­stjór­inn Lee Seung-joo var að aka í gegn­um Andong-fjöll­in í Suður-Kór­eu þegar gróðureld­ar breiddu hratt úr sér, um­luktu svæðið í ljós­um log­um og breyttu því í „bók­staf­legt hel­víti“.

„Þetta var eins og heimsend­ir,“ sagði hinn 39 ára gamli Lee í sam­tali við AFP-frétta­veit­una. Mikl­ir þurrk­ar höfðu verið á svæðinu áður en eld­arn­ir brut­ust út.

„Fjallið sem brann minnti bók­staf­lega á hel­víti,“ bætti hann við.

Gríðarlegir eldar hafa logað í Andong-héraði landsins.
Gríðarleg­ir eld­ar hafa logað í Andong-héraði lands­ins. AFP

Tugþúsund­ir hafa flúið

Tugþúsund­ir íbúa í suðaust­ur­hluta lands­ins urðu að flýja und­an gróðureld­un­um sem hafa brunnið sam­fleytt í fimm daga. Mik­ill þurrk­ur og hvassviðri ger­ir aðstæður á vett­vangi erfiðar.

Mik­ill glundroði skapaðist á hluta þjóðveg­ar 7, sem er aðalþjóðveg­ur­inn á aust­ur­strönd­inni, þegar eld­arn­ir náðu fólki sem sat fast í um­ferðarteppu þegar það var að reyna forða sér í ör­uggt skjól.

Maður horfir hér á rústir byggingar sem varð eldinum að …
Maður horf­ir hér á rúst­ir bygg­ing­ar sem varð eld­in­um að bráð. AFP

Eld­kúl­ur féllu til jarðar og kveiktu í bíl­um

„Eld­kúl­ur féllu til jarðar eins og rign­ing á milli bíl­anna sem sátu fast­ir, og kveiktu í bíl­um,“ sagði einn sjón­ar­vott­ur við suðurkór­eska fjöl­miðla

„Öku­menn sluppu naum­lega úr brenn­andi bíl­un­um - það var al­gjör ringul­reið.“

Fjölmennt lið slökkviliðsmanna hefur barist við eldana.
Fjöl­mennt lið slökkviliðsmanna hef­ur bar­ist við eld­ana. AFP

24 hafa lát­ist

Að minnsta kosti 24 manns hafa lát­ist af völd­um eld­anna, sum­ir þegar þeir voru að forða sér.

Han Duck-soo, starf­andi for­seti lands­ins, sagði að eld­arn­ir hefðu valdið „for­dæma­lausu tjóni“ og varaði við því að ástandið gæti enn versnað.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert