Carney ómyrkur í máli

Carney segir að Kanada muni ekki semja við Bandaríkin fyrr …
Carney segir að Kanada muni ekki semja við Bandaríkin fyrr en Donald Trump byrji að sýna þjóðinni virðingu. AFP/Dave Chan

Tími djúpra efna­hags-, ör­ygg­is- og hernaðarlegra tengsla á milli Kan­ada og Banda­ríkj­anna „er lokið“, að sögn Mark Car­ney for­sæt­is­ráðherra Kan­ada.

Þessi um­mæli lét hann falla í dag í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti 25% toll á alla inn­flutta bíla til Banda­ríkj­anna sem eiga að taka gildi í næstu viku. Er þetta gert til að styðja við inn­lenda bíla­fram­leiðslu.

Um 500 þúsund manns starfa við bílaiðnaðinn í Kan­ada.

Var­an­lega breytt sam­skipt­um ríkj­anna

Car­ney kallaði bílatolla Trumps „órétt­læt­an­lega“ og sagði þá brjóta í bága við nú­ver­andi viðskipta­samn­inga milli ríkj­anna.

Hann varaði Kan­ada­menn einnig við því að Trump hefði var­an­lega breytt sam­skipt­um við Banda­rík­in og að óháð framtíðar viðskipta­samn­ing­um yrði „eng­in leið til baka“.

„Gamla sam­bandið sem við átt­um við Banda­rík­in, byggt á auk­inni samþætt­ingu hag­kerfa okk­ar og ná­inni ör­ygg­is- og hernaðarsam­vinnu, er lokið,“ sagði Car­ney.

Kosn­ing­ar eru fram und­an í lok næsta mánaðar í Kan­ada og eru sam­skipt­in við Banda­rík­in eitt helsta kosn­inga­málið. 

Hót­ar Banda­ríkja­mönn­um toll­um

Car­ney tók við sem for­sæt­is­ráðherra 14. mars . Yf­ir­leitt legg­ur nýr kanadísk­ur leiðtogi áherslu á að hringja í for­seta Banda­ríkj­anna strax eft­ir að hann tek­ur við embætti, en Trump og Car­ney hafa ekki talað sam­an.

Car­ney sagði stefnt að síma­fundi á næstu tveim­ur sól­ar­hring­um.

„Við mun­um berj­ast gegn toll­um Banda­ríkj­anna með gagn­kvæm­um tollaaðgerðum af okk­ar hálfu sem munu hafa há­marks­áhrif í Banda­ríkj­un­um og lág­marks­áhrif hér í Kan­ada,“ sagði Car­ney.

Enn frem­ur tók hann fram að Kan­ada myndi ekki semja við Banda­rík­in fyrr en Trump myndi byrja sýna Kan­ada virðingu og láta af tali um inn­limun Kan­ada.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert