Evrópska aðstoðarliðið í bígerð

00:00
00:00

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti greindi frá því í dag að Bret­ar og Frakk­ar hefðu nú for­göngu um að senda hjálp­arlið til Úkraínu eft­ir að átök­um Rússa og Úkraínu­manna lýk­ur, með hvaða hætti sem það verður.

„Þess­ar styrkt­ar­sveit­ir eru bresk-franskt til­boð sem Úkraínu­menn hafa óskað eft­ir,“ sagði for­set­inn eft­ir að leiðtoga­fund­in­um í Par­ís lauk í dag, en þar komu leiðtog­ar 27 Evr­ópuþjóða sam­an til að ræða hvernig rétta mætti stríðshrjáðri þjóð hjálp­ar­hönd.

Sagði Macron að ekki hefði náðst ein­róma samstaða um liðsauk­ann á fund­in­um, en þess væri held­ur ekki þörf. Sendi­nefnd á veg­um Bret­lands og Frakk­lands færi til Úkraínu á næstu dög­um þar sem lögð yrðu á ráðin.

Stöðugur friður til lang­frama

Lagði Macron áherslu á að ekki yrði um friðargæslulið að ræða og her­menn­irn­ir frá Evr­ópu­ríkj­un­um yrðu ekki af­leys­ingalið fyr­ir Úkraínu­her á víg­stöðvun­um.

Þá kæmu her­ir allra banda­lagsþjóðanna ekki til með að eiga sér full­trúa í aðstoðarliðinu. Sum­ar þjóðir hefðu ein­fald­lega ekki svig­rúm til þess og aðrar sendu ekki herlið af póli­tísk­um ástæðum.

Sagði Macron að lok­um að fund­ur­inn hefði ályktað að þeir Keir Star­mer for­sæt­is­ráðherra Bret­lands kæmu í sam­ein­ingu til með að hafa hönd í bagga með evr­ópsku herliði sem í sam­ein­ingu ynni að stöðugum friði til lang­frama.

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti strauma og stefnur í stuðningsmálum Úkraínu …
Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti kynnti strauma og stefn­ur í stuðnings­mál­um Úkraínu í dag. AFP/​Ludovic Mar­in
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert