Karlmaður stakk fimm manns í Amsterdam í Hollandi fyrr í dag. Tveir særðust alvarlega og er nú hlúð að þeim á sjúkrahúsi.
Lögreglan neitaði að gefa upp mögulegar ástæður árásarinnar en sagði árásina til rannsóknar.
„Hinn grunaði var yfirbugaður með hjálp borgara. Vegna meiðsla á fæti hefur hann verið fluttur á sjúkrahús,“ sögðu lögregluyfirvöld.
Héraðsfjölmiðillinn Het Parool ræddi við Marco Schoenmaeckers sem sagðist hafa séð eitt fórnarlambanna.
„Ég sá hníf sem var að minnsta kosti tíu sentímetrar á lengd standa út úr baki stúlkunnar, á milli axlanna,“ sagði Schoenmaeckers.