Fimm særðir eftir stungurárás í Amsterdam

Eitt vitni kvaðst hafa séð hníf standa úr baki stúlku.
Eitt vitni kvaðst hafa séð hníf standa úr baki stúlku. AFP/Netherlands OUT

Karl­maður stakk fimm manns í Amster­dam í Hollandi fyrr í dag. Tveir særðust al­var­lega og er nú hlúð að þeim á sjúkra­húsi.

Lög­regl­an neitaði að gefa upp mögu­leg­ar ástæður árás­ar­inn­ar en sagði árás­ina til rann­sókn­ar.

„Hinn grunaði var yf­ir­bugaður með hjálp borg­ara. Vegna meiðsla á fæti hef­ur hann verið flutt­ur á sjúkra­hús,“ sögðu lög­reglu­yf­ir­völd.

Sá hníf standa úr baki stúlku

Héraðsfjöl­miðill­inn Het Parool ræddi við Marco Schoen­ma­eckers sem sagðist hafa séð eitt fórn­ar­lambanna.

„Ég sá hníf sem var að minnsta kosti tíu sentí­metr­ar á lengd standa út úr baki stúlk­unn­ar, á milli axl­anna,“ sagði Schoen­ma­eckers.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka