Óttast að mörg hundruð séu látnir í Mjanmari

Margar byggingar í Bangkok hrundu í jarðskjálftunum.
Margar byggingar í Bangkok hrundu í jarðskjálftunum. AFP

70 bygg­ing­ar­verka­manna er saknað eft­ir að 30 hæða ókláruð bygg­ing hrundi í Bang­kok í Taílandi eft­ir öfl­ug­an jarðskjálfta sem reið yfir Mjan­mar og Taí­land í morg­un.

Skjálft­inn mæld­ist 7,7 að stærð og tólf mín­út­um síðar reið ann­ar yfir, 6,4 að stærð.

320 starfs­menn voru í bygg­ing­unni þegar hún hrundi. Fjöldi dauðsfalla er óljós og hef­ur vett­vangs­sjúkra­hús verið komið upp á vett­vangi þar sem björg­un­ar­menn halda áfram að leita að eft­ir­lif­end­um. 

„Þegar ég kom til að skoða staðinn heyrði ég fólk kalla á hjálp og segja hjálpið mér,“ sagði Worapat Sukt­hai, aðstoðarlög­reglu­stjóri Bang Sue-héraðs, við AFP-frétta­veit­una.

Ótt­ast er að mörg hundruð séu látn­ir í Mjan­mar en fjöldi fólks var flutt á sjúkra­hús í höfuðborg­inni, Naypyi­daw, þar sem gert var að særðum ut­an­dyra vegna skemmda á bygg­ing­unni.

Skjálft­arn­ir fund­ust víða, meðal ann­ars í en Kína, Kambódíu, Bangla­dess og Indlandi. Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir bæði í Mjan­mar og á Taílandi.

Sjúklingar liggja á rúmum fyrir utan Phramongkutklao sjúkrahúsið í Bangkok.
Sjúk­ling­ar liggja á rúm­um fyr­ir utan Phramong­kut­klao sjúkra­húsið í Bang­kok. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka