Pútín sagður gefa í skyn að Trump vilji Ísland

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti er sagður hafa gefið það í skyn að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ásæl­ist jafn­vel Ísland líkt og hann ásæl­ist Græn­land í ræðu sem Pútín hélt á Norður­slóðaráðstefnu í Murm­ansk.

Í ræðunni er Pútín sagður hafa varið mest­um tíma í að fara yfir áhuga Trump á að yf­ir­taka Græn­land en Ísland ber einnig á góma.

Þetta kem­ur fram í frétt Daily Mail um málið. Seg­ir þar að Pútín hafi orð á því að við fyrstu sýn megi ætla að áhugi Trumps á Græn­landi sé nýr af nál­inni, en seg­ir hann að Banda­ríkja­menn hafi haft áhuga á eyj­unni allt frá 1860 og eigi málið sér því rík­ar sögu­leg­ar ræt­ur. Nefn­ir Pútín einnig Ísland á nafn og seg­ir að Banda­ríkja­menn hafi á 19. öld haft áhuga á því að inn­lima Ísland líkt og Græn­land í heimsveldið. Þau áform hafi hins veg­ar ekki hlotið náð hjá þing­inu á þeim tíma. 

Björn Bjarnason vakti athygli á málinu.
Björn Bjarna­son vakti at­hygli á mál­inu. mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son

Kynni einnig að ásæl­ast Ísland 

Björn Bjarna­son, fyrr­um ráðherra og skríbent um ut­an­rík­is­mál vek­ur at­hygli á mál­inu á vefsvæði sínu bjorn.is

„Hann vék að áform­um Trumps gagn­vart Græn­landi. Pútín nefndi Ísland til sög­unn­ar, Trump kynni einnig að ásæl­ast það,“ seg­ir Björn á vefsvæði sínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka