Sænski blaðamaðurinn Joakim Medin, sem starfar hjá blaðinu Dagens ETC, var handtekinn við komuna til Tyrklands þar sem hann hugðist fjalla um fyrirhuguð mótmæli gegn tyrkneskum stjórnvöldum.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar og talsmenn blaðsins greindu frá þessu í dag.
„Við tökum það alltaf alvarlega þegar blaðamenn eru handteknir. Við vitum að sænskur blaðamaður var handtekinn í tengslum við komu hans til Tyrklands,“ sagði María Malmer Stenergard utanríkisráðherra í yfirlýsingu sem hún birti á samfélagsmiðlum.