Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi

Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, staðfestir að Svíi hafi verið …
Maria Malmer Stenergard, utanríkisráðherra Svíþjóðar, staðfestir að Svíi hafi verið tekinn höndum í Tyrklandi. AFP

Sænski blaðamaður­inn Joakim Med­in, sem starfar hjá blaðinu Dagens ETC, var hand­tek­inn við kom­una til Tyrk­lands þar sem hann hugðist fjalla um fyr­ir­huguð mót­mæli gegn tyrk­nesk­um stjórn­völd­um.

Ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar og tals­menn blaðsins greindu frá þessu í dag.

„Við tök­um það alltaf al­var­lega þegar blaðamenn eru hand­tekn­ir. Við vit­um að sænsk­ur blaðamaður var hand­tek­inn í tengsl­um við komu hans til Tyrk­lands,“ sagði María Mal­mer Stenergard ut­an­rík­is­ráðherra í yf­ir­lýs­ingu sem hún birti á sam­fé­lags­miðlum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka