Skjálfti upp á 7,7 reið yfir Mjan­mar

Ava-brúin í borginni Mandalay í Mjan­mar hrundi í skjálftanum.
Ava-brúin í borginni Mandalay í Mjan­mar hrundi í skjálftanum. Ljósmynd/X

Öflug­ur jarðskjálfti, sem mæld­ist 7,7 að stærð, reið yfir miðhluta Mjan­mar í dag að sögn jarðfræðistofn­unn­ar Banda­ríkj­anna.

Skjálft­inn sem reið yfir klukk­an 12.50 að staðar­tíma varð 16 kíló­metra norðvest­ur af borg­inni Sagaing á tíu kíló­metra dýpi.

Skjálft­inn fannst í norður- og miðhluta suður Taí­lands og í höfuðborg­inni, Bang­kok. Hlupu íbú­ar út á göt­ur þegar bygg­ing­ar nötruðu. Hann fannst sömu­leiðis í Yunn­an-héraði í suðvest­ur­hluta Kína en að sögn jarðskjálfta­stofn­un­ar­inn­ar í Pek­ing mæld­ist skjálft­inn 7,9 að stærð.

Jarðskjálft­ar eru til­tölu­lega al­geng­ir í Mjan­mar, þar sem sex sterk­ir skjálft­ar af stærðinni 7,0 eða meira urðu á ár­un­um 1930 til 1956 ná­lægt Sagaing-mis­geng­inu, sem ligg­ur norður til suðurs í gegn­um miðju lands­ins.



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert