Trump: „Við munum veita aðstoð“

Öflugir jarðskjálftar gengu yfir Mjanmar í dag með hrikalegum afleiðingum, …
Öflugir jarðskjálftar gengu yfir Mjanmar í dag með hrikalegum afleiðingum, bæði í Mjanmar og í Taílandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tjáð fjölmiðlum að Bandaríkin muni veita aðstoð. Samsett mynd AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir að Banda­rík­in muni veita aðstoð í Mjan­mar eft­ir að öfl­ug­ir jarðskjálft­ar riðu yfir landið í dag.

Fleiri en 150 manns hafa lát­ist í skjálftun­um, sem höfðu einnig mik­il áhrif í Taílandi, og eru yfir 700 særðir.

Staðfest­ir að aðstoð verði veitt

„Við mun­um veita aðstoð,“ sagði Trump við blaðamenn fyrr í dag.

Bygg­ing­ar og brýr hrundu í Mjan­mar þegar skjálft­arn­ir gengu yfir í dag. Í Bang­kok hrundi einnig ókláruð bygg­ing, þar sem 320 starfs­menn voru inn­an­dyra. 

Leiðtogi her­for­ingja­stjórn­ar­inn­ar í Mjan­mar, Min Aung Hlaing, hef­ur boðið öll­um þjóðum og stofn­un­um sem vilja veita aðstoð að koma til lands­ins og taka þátt í björg­un­ar- og hjálp­ar­starfi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert