Vance heimsækir Grænland

00:00
00:00

J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, mun heim­sækja banda­ríska her­stöð á Græn­landi í dag. Græn­lensk og dönsk stjórn­völd líta á heim­sókn­ina sem ögr­un í ljósi um­mæla Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta, sem hef­ur áhuga á að inn­lima Græn­land.

Trump ít­rekaði þá skoðun sína í gær að Banda­rík­in yrðu að fá yf­ir­ráð yfir Græn­landi í ljósi inn­an­rík­is- og alþjóðaör­ygg­is. For­set­inn hef­ur neitað að úti­loka þann val­kost að beita valdi til að ná þessu í gegn.

„Við verðum að fá það,“ sagði Trump.

J.D. Vance, varaforseti Bandaríkjanna, sést hér í fullum herskrúða er …
J.D. Vance, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, sést hér í full­um her­skrúða er hann heim­sótti Quantico-her­stöðina í Virg­in­íu í vik­unni. KEVIN DIETSCH

Pútín seg­ir að Trump sé al­vara

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagði í gær að hann teldi Trump vera al­vara.

„Það eru al­var­leg mis­tök að halda að þetta sé ein­hvers kon­ar sér­kenni­leg umræða frá hinni nýju banda­rísku rík­is­stjórn. Það er alls ekki svo,“ sagði Pútín.

Dansk­ir og græn­lensk­ir emb­ætt­is­menn sem njóta stuðnings Evr­ópu­sam­bands­ins hafa ít­rekað sagt að Banda­rík­in muni ekki eign­ast Græn­land.

Pútín Rússlandsforseti segir að það beri að taka ummæli Trumps …
Pútín Rúss­lands­for­seti seg­ir að það beri að taka um­mæli Trumps Banda­ríkja­for­seta al­var­lega. AFP

Óviðun­andi þrýst­ing­ur

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, for­dæmdi áform banda­rískr­ar sendi­nefnd­ar um að koma óboðin til lands­ins, sem upp­haf­lega átti að vera mun um­fangs­meiri heim­sókn, sem „óviðun­andi þrýst­ing“ á Græn­land og Dan­mörku.

Meiri­hluti græn­lensku þjóðar­inn­ar er and­víg­ur hug­mynd­um Banda­ríkj­anna um inn­limun. Stjórn­völd í Græn­landi hafa sagt að þau myndu taka kulda­lega á móti banda­rísku sendi­nefnd­inni. Þá voru nokkr­ar mót­mælaaðgerðir fyr­ir­hugaðar.

Grænlendingar eru lítt hrifnir af því að Bandaríkin vilji eignast …
Græn­lend­ing­ar eru lítt hrifn­ir af því að Banda­rík­in vilji eign­ast landið. AFP

Heim­sækja geim­her­stöð Banda­ríkja­hers á Græn­landi

Vance og eig­in­kona hans, Usha Vance, munu því aðeins heim­sækja banda­rísku Pituffik-geim­her­stöðina (e. Space Base) á norðvest­ur­hluta eyj­ar­inn­ar. Með þeim í för verður Chris Wright, orku­málaráðherra Banda­ríkj­anna.

Vance seg­ir að sendi­nefnd­in muni hitta liðsmenn stöðvar­inn­ar og fá að vita hvað sé í gangi í sam­bandi við ör­ygg­is­mál.

Vance reitti Dani til reiði í byrj­un fe­brú­ar þegar hann sagði að Dan­mörk væri ekki að sinna sínu hlut­verki við að vernda Græn­land. Hann sagði enn frem­ur að Dan­ir væru ekki góðir banda­menn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert