Yfir 150 látnir og mörg hundruð særðir

Frá borginni Mandalay í Mjanmar í dag.
Frá borginni Mandalay í Mjanmar í dag. AFP

Yfir 150 manns hafa lát­ist eft­ir jarðskjálft­ana sem riðu yfir miðhluta Mjan­mar í dag. Enn fleiri eru særðir, og tug­ir eru fast­ir í hús­a­rúst­um. Gert er ráð fyr­ir að dán­artal­an hækki.

Fyrri skjálft­inn mæld­ist 7,7 að stærð, og tólf mín­út­um síðar fylgdi ann­ar, 6,4 að stærð.

Yfir 700 særðir í Mjan­mar

Jarðskjálft­arn­ir fund­ust greini­lega í Bang­kok í Taílandi, þar sem ókláruð bygg­ing hrundi í kjöl­farið. Um 320 starfs­menn voru í bygg­ing­unni á þeim tíma.

Leiðtogi her­for­ingja­stjórn­ar­inn­ar í Mjan­mar, Min Aung Hlaing, grein­ir frá því að 144 hafi lát­ist og 732 hafi særst. Hann var­ar þó við að dán­artal­an gæti hækkað enn frek­ar.

Býður þjóðum að hjálpa við björg­un­ar- og hjálp­ar­starf

Átta dauðsföll hafa einnig verið staðfest í Taílandi, og bú­ist er við að sú tala hækki.

Hlaing hef­ur boðið öll­um þjóðum og stofn­un­um sem vilja veita aðstoð að koma til Mjan­mar til að hjálpa við björg­un­ar- og hjálp­ar­starf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka