Þriggja líka fundur

Þrjú lík fundust í suðurnorska smábænum Lindesnesi í morgun og …
Þrjú lík fundust í suðurnorska smábænum Lindesnesi í morgun og heyrir til stórfrétta. Líkfundirnir þrír eru rannsakaðir sem tvö mál. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Þrír lík­fund­ir settu svip sinn á störf lög­regl­unn­ar í Lindes­nesi í Suður-Nor­egi í morg­un og hef­ur hún hafið mann­dráps­rann­sókn í til­efni fund­anna, meðal ann­ars með það fyr­ir aug­um að leiða fram hugs­an­leg tengsl hinna látnu.

„Við stönd­um frammi fyr­ir al­var­legu at­viki. Lög­regl­an í Ag­der beit­ir nú öll­um til­tæk­um úrræðum við rann­sókn­ina,“ seg­ir Tove Haug­land ákæru­valds­full­trúi um­dæm­is­ins við norska rík­is­út­varpið NRK.

Það var um hálf­fimm­leytið í morg­un sem lög­regl­an í Ag­der hélt með viðbúnaði að heim­il­is­fangi á Vig­e­land í Lindes­nes, í kjöl­far þess er til­kynn­ing­ar höfðu borist um hávaða þaðan.

Þriðja líkið ann­ars staðar

Er inn í íbúðar­hús­næði á staðnum var komið reynd­ust tvö lík þar inn­an­dyra og er sá lík­fund­ur rann­sakaður sér­stak­lega sem eitt mál. Um klukku­stundu síðar var til­kynnt um slasaðan mann við hlið bif­reiðar við gatna­mót­in Man­dalskrys­set skammt und­an og hafði dregið svo af hon­um er viðbragðsaðilar komu á vett­vang að hann var úr­sk­urðaður lát­inn á staðnum.

Er það dauðsfall nú rann­sakað sem grun­sam­legt, að sögn Haug­lands, og tengsl milli allra þriggja lík­fund­anna ekki talið úti­lokuð. Biður lög­regl­an í Ag­der alla eig­end­ur bif­reiða með mynda­véla­búnaði á svæðinu að láta vita af sér auk allra þeirra íbúa eða veg­far­enda um Lindes­nes sem gætu hafa veitt ein­hverju at­hygli er tengja mætti dauðsföll­un­um.

Þá stöðvaði vopnuð lög­regla öku­menn á E39-braut­inni, við Hell­e­land, í dag eft­ir því sem staðarblaðið Dala­ne Tidende.

NRK
VG

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert