Stefna Trump-stjórninni

Fulltrúar bandaríska Demókrataflokksins hafa stefnt stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna …
Fulltrúar bandaríska Demókrataflokksins hafa stefnt stjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta vegna tilskipana hans á sviði bandarískra kosninga. AFP

Demó­krata­flokk­ur­inn vest­an­hafs hef­ur stefnt rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta fyr­ir meinta til­raun til gagn­gerra breyt­inga á kosn­inga­fyr­ir­komu­lagi í Banda­ríkj­un­um, meðal ann­ars með því að að kjós­end­um sé gert skylt að sýna fram á rík­is­borg­ara­rétt til skrán­ing­ar á kjör­skrá og draga úr vægi póstlagðra at­kvæðaseðla.

Í gær krafðist flokk­ur­inn enn frem­ur lög­banns gegn for­seta­til­skip­un sem bannaði taln­ingu póstlagðra at­kvæðaseðla í ein­stök­um ríkj­um ber­ist þau kjör­stöðum eft­ir kjör­dag.

Ekki bær til að breyta kosn­ing­a­regl­um

„For­set­inn er þess ekki bær að hrófla við kosn­ing­a­regl­um,“ seg­ir í stefn­unni sem lands­nefnd Demó­krata­flokks­ins lagði fram í gær, þar á meðal þeir Chuck Schumer og Hakeem Jef­fries, leiðtog­ar Demó­krata­flokks­ins, hvor í sinni deild Banda­ríkjaþings.

Seg­ir enn frem­ur í máls­ástæðum og lagarök­um stefn­unn­ar að til­skip­un Trumps hafi verið ætlað að gera á því grund­vall­ar­breyt­ing­ar hvernig banda­rísk­um kosn­ing­um sé hagað og lýðræðis­legri þátt­töku alls al­menn­ings lands­ins og með því hefta umboð lög­legra kjós­endameð ólög­mæt­um hætti.

Banda­rísk­ir lög­spek­ing­ar af­greiddu til­skip­un for­set­ans á sín­um tíma sem mis­beit­ingu for­seta­valds sem sett gæti millj­ón­um lög­legra kjós­enda stól­inn fyr­ir dyrn­ar við að nýta kosn­inga­rétt sinn við val kjör­inna full­trúa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert