Þúsundir án rafmagns

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti. AFP

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti seg­ir þúsund­ir vera án raf­magns eft­ir árás­ir Rússa á orku­innviði í Úkraínu í nótt.

Að sögn Selenskís gerðu Rúss­ar dróna­árás á spennistöð í Sumy-héraði. Þá voru einnig gerðar skemmd­ir á raf­magns­línu í borg­inni Ni­kopol sem er í Dnipro-héraðinu.

Kall­ar eft­ir þrýst­ingi

Kall­ar Selenskí eft­ir því að banda­menn Úkraínu setji þrýst­ing á Rússa sem gæti brotið stríðsgetu þeirra á bak aft­ur.

Í síðustu viku var greint frá því að Bret­ar og Frakk­ar hefðu hafið for­göngu um að senda hjálp­arlið til Úkraínu eft­ir að átök­um Rússa og Úkraínu­manna lýk­ur, með hvaða hætti sem það verður, en svo virðist vera sem að vopna­hlé á milli land­anna sé enn víðs fjarri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert