Úrslitin högg fyrir Trump

Susan Crawford bar sigur úr býtum.
Susan Crawford bar sigur úr býtum. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti varð fyr­ir höggi þegar íbú­ar í Wiscons­in í Banda­ríkj­un­um kusu frjáls­lynd­an dóm­ara í hæsta­rétt rík­is­ins.

Þetta gerðist þrátt fyr­ir að auðkýf­ing­ur­inn Elon Musk, sem er einnig ná­inn ráðgjafi for­set­ans, hefði eytt 25 millj­ón­um dala, sem jafn­gild­ir um 3,3 millj­örðum króna, til að reyna að hafa áhrif á úr­slit­in.

Frjáls­lyndi dóm­ar­inn Sus­an Craw­ford sigraði Brad Schi­mel með yf­ir­burðum þegar meira en 95 pró­sent at­kvæða höfðu verið tal­in. Schi­mel er stuðnings­maður Trumps. 

Brad Schimel, sem er stuðningsmaður Trumps, beið ósigur.
Brad Schi­mel, sem er stuðnings­maður Trumps, beið ósig­ur. AFP

Rétt­lætið sigraði

„Wiscons­in reis á fæt­ur og sagði hátt og skýrt að rétt­lætið hef­ur ekki verðmiða,“ sagði Craw­ford í sig­ur­ræðu sinni, en þetta voru dýr­ustu dóm­ara­kosn­ing­ar í sögu Banda­ríkj­anna.

Re­públi­kan­ar höfðu lagt allt kapp á að snúa niður­stöðunni sér í vil en án ár­ang­urs. Musk heim­sótti m.a. ríkið auk þess að leggja til fyrr­greinda fjár­hæð.

Musk sak­ar vinstrið um svindl

„Lang­tíma­s­vindl vinstri manna er spill­ing inn­an dóms­kerf­is­ins,“ sagði Musk í færslu sem hann birti á sam­fé­lags­miðli sín­um X eft­ir að niðurstaðan varð ljós.

Elon Musk heimsótti Wisconsin til að lýsa yfir stuðningi við …
Elon Musk heim­sótti Wiscons­in til að lýsa yfir stuðningi við fram­boð Schi­mel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert