18 manns, þar af níu börn, létust eftir loftárás Rússa í heimaborg Volodimírs Selenskís Úkraínuforseta, Krivíji Ríg, í gær.
61 eru særðir, þar af tólf börn, að sögn Sergei Lísak, héraðsstjóra Dnípropetrovk.
Flugskeytin hæfðu íbúðasvæði nálægt leikvelli. Að minnsta kosti fimm heimili eru rústir einar eftir árásina.
„Þetta er sársauki sem þú myndir ekki óska versta óvini þínum,“ sagði í færslu Lísaks á Telegram.
Varnarmálaráðuneyti Rússa sagði að árás hefði verið gerð á veitingastað í borginni þar sem „yfirmenn hersins og vestrænir leiðbeinendur funduðu“.