Tala látinna komin í 18

18 eru látnir og 61 særðust í árásinni.
18 eru látnir og 61 særðust í árásinni. AFP

18 manns, þar af níu börn, lét­ust eft­ir loft­árás Rússa í heima­borg Volodimírs Selenskís Úkraínu­for­seta, Kri­víji Ríg, í gær. 

61 eru særðir, þar af tólf börn, að sögn Ser­gei Lísak, héraðsstjóra Dnípropetrovk.

Flug­skeyt­in hæfðu íbúðasvæði ná­lægt leik­velli. Að minnsta kosti fimm heim­ili eru rúst­ir ein­ar eft­ir árás­ina.

„Þetta er sárs­auki sem þú mynd­ir ekki óska versta óvini þínum,“ sagði í færslu Lísaks á Tel­egram.

Varn­ar­málaráðuneyti Rússa sagði að árás hefði verið gerð á veit­ingastað í borg­inni þar sem „yf­ir­menn hers­ins og vest­ræn­ir leiðbein­end­ur funduðu“.

Frá vettvangi í gær.
Frá vett­vangi í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert