Hlýða ekki Trump

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Ayatollah Ali Khamenei, æðstiklerk­ur Írans. Samsett mynd/AFP/Charly Triballeau/Atta Kenare

Íransk­ur er­ind­reki seg­ir að stjórn­völd muni ekki verða við ósk Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta um bein­ar viðræður á milli hans og Ayatollah Ali Khamenei, æðsta klerks í klerka­veldi Írans, um kjarn­orku­áætlan­ir lands­ins.

Trump sendi bréf til Khamenei og óskaði eft­ir samn­ingaviðræðum en hótaði um leið beit­ingu hervalds ef stjórn­völd yrðu ekki við ósk­um hans.

Trump hef­ur sjálf­ur sagt að hann vilji bein­ar viðræður í stað annarra diplóma­tískra leiða og sagði að slíkt tæki styttri tíma en ella.

Abbas Arag­hchi, ut­an­rík­is­ráðherra Írans, seg­ir aft­ur á móti að eng­inn áhugi sé á bein­um viðræðum við Trump. Hann úti­lokaði þó ekki að nýta mætti diplóma­tísk­ar leiðir til að ná sam­eig­in­legri niður­stöðu í mál­inu og áréttaði raun­ar að Íran­ir væru til­bún­ir í slík­ar viðræður. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert