Trump gerir 90 daga hlé

Trump segir yfir 75 lönd hafa beðið um samningaviðræður við …
Trump segir yfir 75 lönd hafa beðið um samningaviðræður við Bandaríkin um tollana, því hafi hann heimilað 90 daga pásu. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur til­kynnt 90 daga hlé á nýj­um toll­um sem tóku gildi í nótt. Tíu pró­sent grunn­lína verður á toll­um á tíma­bil­inu, fyr­ir öll lönd nema Kína, sem mun sjá enn hærri álagn­ingu.

„Byggt á virðing­ar­skort­in­um sem Kína hef­ur sýnt heims­markaðnum, hækka ég hér með toll­ana sem Banda­rík­in inn­heimta af Kína í 125% og tek­ur það gildi um leið,“ skrifaði Trump á Truth Social, en kín­verska fjár­málaráðuneytið greindi frá því í dag að 84 pró­senta toll­ur á banda­rísk­ar vör­ur taki gildi á morg­un.

Sagði Trump yfir 75 lönd hafa beðið um samn­ingaviðræður við Banda­rík­in um toll­ana, því hafi hann „heim­ilað 90 daga HLÉ og veru­lega lægri tolla á þessu tíma­bili, um 10%, sem gild­ir einnig um leið“.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert