Sex eru látnir eftir að þyrla hafnaði í Hudson-ánni í New York í Bandaríkjunum rétt eftir klukkan þrjú að staðartíma. Þetta staðfesta viðbragðsaðilar við fréttaveituna AP.
Þrjú hinna látnu voru börn. Lík allra sex hafa fundist.
Útkallið barst viðbragðsaðilum klukkan 15.17.
Fyrstu fréttir hermdu að tveir hafi verið dregnir upp úr ánni. Fréttastofa CBS sagði annan þeirra vera barn og embættismaður Hudson-sýslu sagði hinn vera þyrluflugmanninn.
Farþegar í þyrlunni voru að því er fram kemur á fréttaveitunni AP sex, þar af voru þrjú börn.
Mikill viðbúnaður er á vettvangi og fjöldi viðbragðsaðila, bæði á landi og á bátum á ánni.
Þyrlan kom niður nálægt árbakkanum nærri bryggju 40.
BREAKING VIDEO: Moment of deadly helicopter crash in the Hudson river; 4 people were reportedly on-board
— Breaking911 (@Breaking911) April 10, 2025
pic.twitter.com/UKjocg6dmb
Fréttin hefur verið uppfærð.