Þyrla fórst í New York

Eitt björgunarskipa lögreglunnar í New York nærri Frelsisstyttunni í kvöld.
Eitt björgunarskipa lögreglunnar í New York nærri Frelsisstyttunni í kvöld. AFP/Charly Triballeau

Sex eru látn­ir eft­ir að þyrla hafnaði í Hudson-ánni í New York í Banda­ríkj­un­um rétt eft­ir klukk­an þrjú að staðar­tíma. Þetta staðfesta viðbragðsaðilar við frétta­veit­una AP.

Þrjú hinna látnu voru börn. Lík allra sex hafa fund­ist.

Útkallið barst viðbragðsaðilum klukk­an 15.17.

Fyrstu frétt­ir hermdu að tveir hafi verið dregn­ir upp úr ánni. Frétta­stofa CBS sagði ann­an þeirra vera barn og emb­ætt­ismaður Hudson-sýslu sagði hinn vera þyrluflug­mann­inn.

Farþegar í þyrlunni voru að því er fram kem­ur á frétta­veit­unni AP sex, þar af voru þrjú börn.

Mik­ill viðbúnaður er á vett­vangi og fjöldi viðbragðsaðila, bæði á landi og á bát­um á ánni.

Þyrl­an kom niður ná­lægt ár­bakk­an­um nærri bryggju 40.

AP

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert