Loftárás var gerð á Ísrael í dag og heyrðust loftvarnaflautur víða um landið.
Að sögn ísraelska hersins var árásin gerð frá Jemen.
Blaðamenn AFP-fréttaveitunnar í Jerúsalem segja að þeir hafi heyrt í loftvarnaflautum og í kjölfarið daufar sprengingar.
Samkvæmt The Times of Israel voru það Hútar sem stóðu að baki árásinni og skutu tveimur skotflaugum í átt að Ísrael. Herinn rannsakar nú hvort loftvarnakerfi landsins hafi náð að granda flaugunum áður en þær náðu áfangastað.
Engar upplýsingar hafa borist um slasaða eða látna.