Loftárás gerð á Ísrael

Loftvarnaflautur ómuðu í Jerúsalem.
Loftvarnaflautur ómuðu í Jerúsalem. AFP

Loft­árás var gerð á Ísra­el í dag og heyrðust loft­varnaflaut­ur víða um landið.

Að sögn ísra­elska hers­ins var árás­in gerð frá Jemen.

Blaðamenn AFP-frétta­veit­unn­ar í Jerúsalem segja að þeir hafi heyrt í loft­varnaflaut­um og í kjöl­farið dauf­ar spreng­ing­ar.

Sam­kvæmt The Times of Isra­el voru það Hút­ar sem stóðu að baki árás­inni og skutu tveim­ur skot­flaug­um í átt að Ísra­el. Her­inn rann­sak­ar nú hvort loft­varna­kerfi lands­ins hafi náð að granda flaug­un­um áður en þær náðu áfangastað.

Eng­ar upp­lýs­ing­ar hafa borist um slasaða eða látna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert