Tugir féllu í árás Rússa

Rússar gerðu eldflaugaárás á borgina Sumy í Úkraínu í dag.
Rússar gerðu eldflaugaárás á borgina Sumy í Úkraínu í dag. AFP

Rúss­nesk eld­flauga­árás á miðborg Súmí í Úkraínu í dag varð að minnsta kosti 21 að bana og særði 83, þar af sjö börn.

Artem Kobz­ar, starf­andi borg­ar­stjóri í Súmí , sem er staðsett í norðaust­ur­hluta Úkraínu, seg­ir að að minnsta kosti 20 manns hafi lát­ist í flug­skeyta­árás Rússa.

„Á þess­um bjarta degi, pálma­sunnu­degi, varð sam­fé­lag okk­ar fyr­ir hræðileg­um harm­leik og því miður vit­um við um 20 dauðsföll,“ skrif­ar borg­ar­stjór­inn á sam­fé­lags­miðil­inn Tel­egram.

Úkraínskur björgunarmaður að slökkva eld á vettvangi eldflaugaárásarinnar í Sumy.
Úkraínsk­ur björg­un­ar­maður að slökkva eld á vett­vangi eld­flauga­árás­ar­inn­ar í Sumy. AFP

Margt fólk hafði safn­ast sam­an í miðborg­inni til að fagna á pálma­sunnu­degi þegar eld­flauga­árás­in átti sér stað.

Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti tjáði sig einnig um árás­ina á Tel­egram og kallaði eft­ir viðbrögðum frá Banda­ríkj­un­um, Evr­ópu og öll­um heim­in­um sem vilja binda enda á stríð og morð.

„Rúss­ar vilja ein­mitt svona hryðju­verk og draga stríðið á lang­inn,“ skrif­ar Selenskí en rúss­neski her­inn hef­ur enn ekki tjáð sig um árás­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert