Rússnesk eldflaugaárás á miðborg Súmí í Úkraínu í dag varð að minnsta kosti 21 að bana og særði 83, þar af sjö börn.
Artem Kobzar, starfandi borgarstjóri í Súmí , sem er staðsett í norðausturhluta Úkraínu, segir að að minnsta kosti 20 manns hafi látist í flugskeytaárás Rússa.
„Á þessum bjarta degi, pálmasunnudegi, varð samfélag okkar fyrir hræðilegum harmleik og því miður vitum við um 20 dauðsföll,“ skrifar borgarstjórinn á samfélagsmiðilinn Telegram.
Margt fólk hafði safnast saman í miðborginni til að fagna á pálmasunnudegi þegar eldflaugaárásin átti sér stað.
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti tjáði sig einnig um árásina á Telegram og kallaði eftir viðbrögðum frá Bandaríkjunum, Evrópu og öllum heiminum sem vilja binda enda á stríð og morð.
„Rússar vilja einmitt svona hryðjuverk og draga stríðið á langinn,“ skrifar Selenskí en rússneski herinn hefur enn ekki tjáð sig um árásina.