Trump: Hræðileg árás

Hulið lík fórnarlambs sem lést í eldflaugaárás Rússa á úkraínsku …
Hulið lík fórnarlambs sem lést í eldflaugaárás Rússa á úkraínsku borgina Súmí í gær. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti seg­ir eld­flauga­árás Rússa á úkraínsku borg­ina Súmí í gær hafa verið hræðilega en að minnsta kosti 34 féllu og yfir 100 manns særðust.

„Mér finnst þetta hræðilegt og mér var sagt að þeir hafi gert mis­tök. Ég held að allt stríð sé hræðilegt,“ sagði Trump við frétta­menn um borð í for­setaþotu sinni.

Spurður um skýr­ingu hvað hann meinti með „mis­tök“ sagði Trump: „Þeir gerðu mis­tök. Þú þarft að spyrja þá,“ sagði hann án þess að til­greina hvern eða hvað hann átti við.

Margir eiga um sárt að binda eftir árás Rússa en …
Marg­ir eiga um sárt að binda eft­ir árás Rússa en að minnsta kosti 34 féllu í árás­inni. AFP

Árás Rússa hef­ur mætt þung­um viðbrögðum frá evr­ópsk­um leiðtog­um og Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sak­ar Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta um að hunsa vopna­hléstil­lög­una sem Banda­ríkja­menn hafa lagt á borðið.

Hvorki Trump né Hvíta húsið nefndu Rússa sem gerend­ur árás­ar­inn­ar þótt Marco Ru­bio ut­an­rík­is­ráðherra hafði áður vottað fórn­ar­lömb­um hrylli­legr­ar eld­flauga­árás­ar Rússa á Súmí samúð.

Selenskí hvatti Trump í gær til að heim­sækja land sitt til að skilja bet­ur þá eyðilegg­ingu sem inn­rás Rússa olli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert