Kyndilhlaup í leynum í Jakarta

Lögregla í Jakarta var með mikinn viðbúnað vegna kyndilhlaupsins sem …
Lögregla í Jakarta var með mikinn viðbúnað vegna kyndilhlaupsins sem hófst í morgun. Reuters

Ólympíukyndilhlaupið hófst í Jakarta í Indónesíu í morgun fyrir luktum dyrum á íþróttaleikvangi í borginni að ósk kínverskra yfirvalda.  Miklar öryggisráðstafanir voru gerðar fyrir utan leikvanginn, en fyrr í morgun höfðu um 100 mótmælendur safnast saman fyrir framan leikvanginn.  Meira en 5000 lögreglumenn voru sendir á vettvang.

Fauz Bowo, borgarstjóri Jakarta, opnaði athöfnina við mikinn fögnuð þúsunda áhorfenda sem var sérstaklega boðið að vera viðstatt á kyndilhlaupinu.  Rétt eftir að hlaupið hófst slokknaði aftur á móti á kyndlinum og þurfti að kveikja í honum aftur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Mánudaginn 20. janúar

Sunnudaginn 19. janúar