Svíar kvarta en kæra ekki leikinn

jonas ekströmer / Scanpix

Formaður sænska handknattleikssambandsins tilkynnti fréttamönnum í Wroclaw nú í kvöld að Svíar myndu ekki kæra úrslit leiksins gegn Íslandi í dag en þeir myndu leggja inn kvörtun til Alþjóða handknattleikssambandsins.

Mark sem Robert Arrhenius virtist hafa skorað undir lok fyrri hálfleiks kom aldrei fram á markatöflunni en samkvæmt því hefðu Svíar átt að vera yfir í hálfleik, 14:13.

Þar sem ekki verður um kæru að ræða er endanlega ljóst að úrslit leiksins munu standa, enda þótt ekki sé víst að Svíarnir hefðu haft erindi sem erfiði með því að leggja fram formlega kæru og krefjast þess að spilað yrði að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Íþróttir, Handbolti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Sunnudaginn 5. janúar

Laugardaginn 4. janúar

Föstudaginn 3. janúar

Fimmtudaginn 2. janúar

Miðvikudaginn 1. janúar

Mánudaginn 30. desember

Sunnudaginn 29. desember

Laugardaginn 28. desember

Föstudaginn 27. desember

Fimmtudaginn 26. desember

Þriðjudaginn 24. desember

Mánudaginn 23. desember

Sunnudaginn 22. desember

Laugardaginn 21. desember