Fangageymslur voru fullar á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Að sögn lögreglunnar er það frekar óvanalegt að fangageymslur séu fullar í miðri viku. Ýmsar ástæður liggja að baki sem tengjast að hluta til rannsókn eldri mála, en lögregla náði mönnum sem voru eftirlýstir. Auk þess var eitthvað um fyllerí í bænum í nótt.
Þá voru tveir stöðvaðir í miðborginni grunaðir um ölvun við akstur.