Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson mun í kvöld skrifa undir samning við Njarðvíkinga og verður undirskriftin eftir leik Njarðvíkinga og Grindvíkinga í átta liða úrslitum Powerade-bikarsins.
Logi lék með spænska liðinu Gijon á síðustu leiktíð en undanfarnar vikur hefur legið í loftinu að hann gengi á ný til liðs við sína gömlu félaga í Njarðvík og þar sem honum barst ekkert tilboð erlendis frá fyrir mánaðarmótin hefur hann ákveðið að spila með Njarðvíkingum.