Áfengi og tóbak hættulegra en LSD

Tóbak er skaðlegra en kannabis, LSD og e-töflur.
Tóbak er skaðlegra en kannabis, LSD og e-töflur. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Áfengi og sígarettur eru hættulegri en sum ólögleg fíkniefni, m.a. kannabis, LSD og e-töflur, að sögn helsta ráðgjafa breskra stjórnvalda í baráttunni gegn fíkniefnum.

Ráðgjafinn, David Nutt prófessor, leggur til að breytingar verði gerðar á flokkun fíkniefna til að gera fólki kleift að skilja betur skaðsemi löglegra og ólöglegra fíkniefna.

Nutt segir að áfengi sé fimmta skaðlegasta fíkniefnið, á eftir heróíni, kókaíni, barbitúrat-efnum og meþadon.

Tóbak er í níunda sæti og ofar á listanum en kannabis (11. sæti), LSD (14.) og e-töflur (18.). Nutt lagði áherslu á að með þessu héldi hann því ekki fram að ólöglegu fíkniefnin væru ekki skaðleg, en sagði að gera þyrfti almenningi betur grein fyrir skaðsemi löglegu fíkniefnanna.

Nutt er formaður ráðgjafarnefndar sem breska stjórnin skipaði í baráttunni gegn notkun fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í gær

Mánudaginn 20. janúar

Sunnudaginn 19. janúar