Fall bin Ladens lykill að sigri

Stanley McChrystal hershöfðingi (t.v.) svarar spurningum hermálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings.
Stanley McChrystal hershöfðingi (t.v.) svarar spurningum hermálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Reuters

Yfirmaður bandaríska herliðsins í Afganistan telur að ekki verði hægt að sigra hryðjuverkasamtökin al-Qaeda nema leiðtogi þeirra, Osama bin Laden, verði veginn eða handtekinn.

Stanley McChrystal sagði þetta þegar hann kom fyrir hermálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gærkvöldi. Hann svaraði þá spurningum nefndarmanna um hernaðinn í Afganistan eftir að Barack Obama Bandaríkjaforseti fyrirskipaði að 30.000 bandarískir hermenn yrðu sendir þangað til viðbótar.

James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, sagði á sunnudag að talið væri að bin Laden væri í felum í fjöllum við landamæri Afganistans og Pakistans, stundum á pakistönsku landsvæði og stundum afgönsku.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði þó á sunnudag að bandarísk yfirvöld vissu ekki hvar Osama væri og hefðu ekki fengið áreiðanlegar upplýsingar um dvalarstað hans í nokkur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Föstudaginn 22. nóvember

Fimmtudaginn 21. nóvember

Miðvikudaginn 20. nóvember