Kynferðisbrot gegn dóttur sinni

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/ÞÖK

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 10 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni og vinkonu hennar. Stúlkurnar voru 12 ára þegar brotin voru framin.

Brotin voru framin í sumarbústað sumarið og haustið 2008. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa í eitt skiptið lagst á milli stúlknanna, þar sem þær lágu saman í rúmi, og strokið þeim innanklæða.

Þá var hann dæmdur fyrir að hafa í annað skipti lagst upp í rúm til dóttur sinnar, þar sem hún lá sofandi og sett hönd hennar á kynfæri sín en við það vaknaði stúlkan.

Maðurinn neitaði sök en fjölskipaður dómur taldi sök hans sannaða. Maðurinn var dæmdur til að greiða dóttur sinni 450 þúsund krónur í bætur og hinni stúlkunni 200 þúsund.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag