Veðrið á Bretlandseyjum heldur áfram að setja strik í reikninginn hvað knattspyrnuleikina varðar en fresta hefur þurft mörgum leikjum í dag vegna veðurs og erfiðra vallarskilyrða. Þremur leikjum hefur þegar verið frestað í 3. umferð ensku bikarkeppninnar og mörgum leikjum í neðri deildunum.
Leikjunum sem hefur verið frestað eru:
Bikarkeppnin:
Accrington v Gillingham
Brentford v Doncaster
Bristol City v Cardiff
2. deild:
Leyton Orient v Yeovil
3.deild:
Darlington v Port Vale
Hereford v Crewe
Macclesfield v Morecambe
Rochdale v Rotherham
Þá hefur fjölmörgum leikjum verið frestað í Skotlandi.