Rannsókn á brunavettvangi lokið

Um tvö hundruð landnámshænur drápust í brunanum á Tjörn á …
Um tvö hundruð landnámshænur drápust í brunanum á Tjörn á Vatnsnesi og fjöldi eggja í útungun spilltist. mbl.is/HE

Rannsóknadeild lögreglunnar á Akureyri lauk rannsókn á brunavettvangi að bænum Tjörn á Vatnsnesi um hádegið í dag. Eldsupptök liggja ekki enn fyrir að sögn lögreglunnar á Blönduósi. 

Útihús brunnu til kaldra kola þannig að um tvö hundruð landnámshænur drápust í miklum bruna á bænum Tjörn á Vatnsnesi í nótt, sem er mitt á milli Hvammstanga og Blönduóss. Einn ábúandi er á bænum, sem að sögn lögreglunnar á Blönduósi vaknaði við snark í eldinum, kom sér út úr húsinu og gerði slökkviliði viðvart.

Íbúðarhúsið skemmdist ekki af eldinum, en hlaða og fjós brunnu alveg. Auk þess skemmdist tengibygging á milli útihúsanna og íbúðarhússins.

Tilkynning um eldinn barst lögreglunni á Blönduósi rétt eftir klukkan fjögur í nótt.

Útihúsin á Tjörn brunnu til kaldra kola.
Útihúsin á Tjörn brunnu til kaldra kola. mbl.is/HE
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag