Vel gengur að hreinsa í Mýrdal

Myndir teknar nú fyrir hádegi þegar hreinsunnarlið úr Reykjavík komu …
Myndir teknar nú fyrir hádegi þegar hreinsunnarlið úr Reykjavík komu til fréttaritara Morgunblaðsins í Mýrdalnum og hreinsuðu þakrennur á íbúðarhúsi og plön Fagradalsbleikju. mynd/Jónas Erlendsson

Vel hefur gengið að hreinsa ösku í Vík og á sveitabæjum í Mýrdal í dag. Búið er að hreinsa allar götur í bænum með götusópara og sprautubíl.

Lögð hefur verið áhersla á að hreina allar þakrennur enda er hætt við að askan stífli þær þegar hún harðnar. Eins hafa húsin verið þrifin að utan og þök hreinsuð.

Þessar myndir voru teknar í Fagradal þar sem bíll frá slökkviliði kom og sprautaði yfir allt. Mikil drulla myndast þegar bleytt er upp í öskunni, en reynt er að koma henni í burtu.

Bílar frá slökkviliði eru notaðir við hreinsunarstarfið.
Bílar frá slökkviliði eru notaðir við hreinsunarstarfið. mynd/Jónas Erlendsson
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær