Pétur Sigurgeirsson biskup látinn

Pétur Sigurgeirsson
Pétur Sigurgeirsson mbl.is

Pét­ur Sig­ur­geirs­son bisk­up er lát­inn, 91 árs að aldri. Pét­ur varð bisk­up Íslands 1. októ­ber árið 1981 og gegndi því embætti til 1. júlí 1989 er hann lét af embætti fyr­ir ald­urs sak­ir.

Hann fædd­ist á Ísaf­irði, 2. júní árið 1919, son­ur hjón­anna Guðrún­ar Pét­urs­dótt­ur og Sig­ur­geirs Sig­urðsson­ar, sem var sókn­ar­prest­ur á Ísaf­irði og síðar bisk­up Íslands.

Pét­ur var stúd­ent frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík árið 1940. Hann lauk guðfræðinámi árið 1944 og fór í fram­halds­nám til Banda­ríkj­anna það sama ár. Hann var skipaður sókn­ar­prest­ur á Ak­ur­eyri árið 1947 og starfaði þar þangað til hann tók við embætti bisk­ups af Sig­ur­birni Ein­ars­syni. Pét­ur varð vígslu­bisk­up Hólastift­is 11. ág­úst árið 1969.

Pét­ur sinnti einnig ritstörf­um og birti bæði grein­ar og ljóð í blöðum og tíma­rit­um. Meðal ann­ars í Les­bók Morg­un­blaðsins um ára­bil.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona hans er Sól­veig Ásgeirs­dótt­ir. Þau eignuðust fjög­ur börn.

Tveir biskupar Sigurbjörn Einarsson og Pétur Sigurgeirsson.
Tveir bisk­up­ar Sig­ur­björn Ein­ars­son og Pét­ur Sig­ur­geirs­son. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær