Varanlegar undanþágur ekki í boði

Össur Skarphéðinsson, Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belga og Stefan Füle, stækkunarstjóri …
Össur Skarphéðinsson, Steven Vanackere, utanríkisráðherra Belga og Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, á blaðamannafundi í dag. FRANCOIS LENOIR

„Það er ekki hægt að fá neinar varanlegar undanþágur frá lögum ESB,“ sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Brussel í dag þegar spurt var út í sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Spænskur blaðamaður spurði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hvaða atriði hann væri ekki tilbúinn til að gefa eftir í viðræðum við ESB um sjávarútvegsmál. Össur sagðist leggja áherslu á að sjávarútvegur hefði gríðarlega þýðingu fyrir efnahag Íslands og eins að fiskveiðilögsaga Íslands snerti ekki fiskveiðilögsögu neinna landa í ESB. Fiskveiðistefna ESB gerði ekki ráð fyrir slíkri stöðu og því þyrfti að taka tillit til þess.

Eftir að Össur hafði svarað spurningunni bætti Füle við að í sambandi við þessi mál yrði að hafa í huga að ESB veitti ekki varanlegar undanþágur frá lögum sambandsins.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær