Maðurinn fundinn í New York

New York.
New York. GARY HERSHORN

Starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs sem grunaður er um að hafa dregið sér fé af reikningum ráðsins er kominn í leitirnar. Sagt hafði verið frá því að hann hefði horfið í New York og var utanríkisráðuneytið beðið um aðstoða við að hafa upp á honum um helgina.

Mál mannsins hefur verið kært til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra.

Fram kom í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum fyrir helgi að starfsmaðurinn hafi haft aðstöðu á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins. Þar hafi grunsemdir um misferli vaknað við athugun á reikningum vegna starfsemi íhaldshópsins.

Um er að ræða fjármuni Norðurlandaráðs. Leikur grunur á að upphæðin nemi milljónum og fjárdrátturinn hafi staðið yfir frá því árið 2009. Samkvæmt frétt RÚV í kvöld er talið að maðurinn hafi dregið sér 15-20 milljónir króna, sem er um helmingur þess fjár sem íhaldshópurinn hefur til umráða árlega.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær