Læknar fá bréf frá landlækni

Um 700 læknar, sem ávísuðu miklu af vanabindandi lyfjum á þriggja mánaða tímabili fyrr á árinu hafa fengið bréf frá landlækni. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að í nokkrum tilfellum hafi fólk fengið ávísað lyfjum frá mörgum læknum.

Haft var eftir Magnúsi Jóhannssyni, lækni og prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands, að viðbrögð hafi verið mikil við þessu átaki. Í sumum tilvikum hafi læknar haft samband, eftir að þeir fengu upplýsingar um hvaða einstaklingar þetta væru og segðist aldrei hefðu trúað því að sjúklingurinn væri að flakka á milli 20 til 30 lækna eða jafnvel fleiri.

Sagði Magnús, að eitt ýktasta dæmið væri einstaklingur sem fékk amfetamín hjá þrjátíu og einum lækni. Yfir lengra tímabil séu dæmi um sjúklinga sem hafi fengið vanabindandi lyf hjá allt upp í 70 mismunandi læknum. 

Vefur Ríkisútvarpsins 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Þriðjudaginn 24. desember