Sprengjan var 500 kíló

Stórsekkir með tilbúnum áburði fundust á sveitabæ sem Anders Behring …
Stórsekkir með tilbúnum áburði fundust á sveitabæ sem Anders Behring Breivik leigði í Rena, um 150 km norðuraf Osló, Áburðinn má nota sem sprengiefni. Reuters

Yf­ir­maður sprengju­deild­ar norsku lög­regl­unn­ar, Per Nerga­ard, tel­ur að sprengj­an sem sprakk í Ósló í gær hafi verið a.m.k. 500 kíló­grömm að þyngd. Hann úti­lok­ar þó ekki að sprengj­an hafi verið enn öfl­ugri, að því er fram kem­ur á vefsíðu Ver­d­ens Gang

Ljóst þykir að sprengj­an hafi verið staðsett í bif­reið við stjórn­ar­bygg­ing­arn­ar í Ósló. Alls hafa 92 fund­ist látn­ir eft­ir árás­irn­ar í Ósló og Útey og eru ell­efu til tólf enn saknað.Að auki er fjöldi fólks al­var­lega slasað í sjúkra­hús­um í Ósló eft­ir árás­irn­ar.

Sök­um stærðar sprengj­unn­ar tel­ur Nerga­ard ekki úti­lokað að sprengj­an hafi verið staðsett í vöru- eða sendi­bíl.

Enn er óljóst hvort And­ers Behring Brei­vik hafi staðið einn að ódæðinu en vitn­is­b­urður margra þykir benda til að ann­ar til­ræðismaður hafi komið við sögu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Erlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars

Miðvikudaginn 26. mars

Þriðjudaginn 25. mars

Loka