Ragna mun fylgja Pavel

Ragna Margrét Brynjarsdóttir.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir. www.kki.is

Lið Hauka í efstu deild kvenna í körfuknattleik verður fyrir blóðtöku á næsta keppnistímabili en miðherjinn Ragna Margrét Brynjarsdóttir mun reyna fyrir sér í Svíþjóð. Ragna er unnusta Pavels Ermolinskij sem samdi við sænsku meistarana í Sundsvall í sumar.

Ragna hefur ákveðið að fylgja Pavel og er búin að hafa samband við lið í Sundsvall. Ekki er þó um sama félag að ræða og það sem Pavel mun leika fyrir en þar leika einnig Hlynur Bæringsson og Jakob Sigurðarson. Ragna sagðist í samtali við Morgunblaðið lítið vita um styrkleika liðsins nema að það spilar í næstefstu deild. Hún sagði sænska landsliðið yfirleitt hafa verið sterkara en það íslenska og þar væri meira úrval af hávöxnum leikmönnum.

Ragna var í lykilhlutverki hjá Haukum á síðustu leiktíð og var valin í lið ársins á lokahófi KKÍ. Hún mun því skilja eftir sig stórt skarð í liði Hauka sem einnig hafa misst Telmu Björk Fjalarsdóttur til Vals. kris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Íþróttir, Körfubolti — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Föstudaginn 28. júní

Fimmtudaginn 27. júní

Miðvikudaginn 26. júní

Þriðjudaginn 25. júní

Mánudaginn 24. júní

Sunnudaginn 23. júní

Laugardaginn 22. júní

Föstudaginn 21. júní

Fimmtudaginn 20. júní

Miðvikudaginn 19. júní

Þriðjudaginn 18. júní

Mánudaginn 17. júní

Sunnudaginn 16. júní

Laugardaginn 15. júní