Ragna mun fylgja Pavel

Ragna Margrét Brynjarsdóttir.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir. www.kki.is

Lið Hauka í efstu deild kvenna í körfuknatt­leik verður fyr­ir blóðtöku á næsta keppn­is­tíma­bili en miðherj­inn Ragna Mar­grét Brynj­ars­dótt­ir mun reyna fyr­ir sér í Svíþjóð. Ragna er unn­usta Pavels Ermol­in­skij sem samdi við sænsku meist­ar­ana í Sundsvall í sum­ar.

Ragna hef­ur ákveðið að fylgja Pavel og er búin að hafa sam­band við lið í Sundsvall. Ekki er þó um sama fé­lag að ræða og það sem Pavel mun leika fyr­ir en þar leika einnig Hlyn­ur Bær­ings­son og Jakob Sig­urðar­son. Ragna sagðist í sam­tali við Morg­un­blaðið lítið vita um styrk­leika liðsins nema að það spil­ar í næ­stefstu deild. Hún sagði sænska landsliðið yf­ir­leitt hafa verið sterk­ara en það ís­lenska og þar væri meira úr­val af há­vöxn­um leik­mönn­um.

Ragna var í lyk­il­hlut­verki hjá Hauk­um á síðustu leiktíð og var val­in í lið árs­ins á loka­hófi KKÍ. Hún mun því skilja eft­ir sig stórt skarð í liði Hauka sem einnig hafa misst Telmu Björk Fjalars­dótt­ur til Vals. kris@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Íþróttir, Körfubolti — Fleiri fréttir

Í gær

Þriðjudaginn 25. mars

Mánudaginn 24. mars

Sunnudaginn 23. mars

Laugardaginn 22. mars

Föstudaginn 21. mars

Fimmtudaginn 20. mars

Miðvikudaginn 19. mars

Þriðjudaginn 18. mars