Öldungur er tré ársins

Borgartré ársins 2001
Borgartré ársins 2001

Borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, útnefndi í morgun 80 ára gamalt Evrópulerki í Hólavallagarði sem Borgartréð 2011.

Tréð var valið af Skógræktarfélagi Reykjavíkur í samstarfi við Reykjavíkurborg og garðyrkjustjóra Kirkjugarða Reykjavíkur. Tilgangurinn með útnefningu Borgartrésins er að vekja athygli á sérstökum gömlum trjám sem vert er að hlúa að og varðveita til langrar framtíðar.

Valin eru tré af ýmsum tegundum sem vegna sögu sinnar, fegurðar eða sjaldgæfni eru þess virði að vera útnefnd sem borgartré.

Evrópulerkið, Larix decidua, sem fyrir valinu varð í ár er það fegursta sinnar tegundar í Reykjavík. Er hæð þess rúmir tíu metrar. Það hefur gríðarstóra krónu sem hvílir á tveimur íturvöxnum stofnum. Tréð er gott dæmi um hvernig bestu götu- og torgtré geta litið út.

Evrópulerkið var meðal fyrstu trjátegunda sem reynt var að gróðursetja hér á landi í upphafi 20. aldar. Finna má aldargömul tré á nokkrum stöðum.

Þetta er harðgert tré og þolir bæði rysjótt veður að vetrarlagi og svöl sumur. Suðlægur uppruni þess veldur því hins vegar að það vex nokkuð lengi frameftir hausti á okkar breiddargráðu.

Afleiðingin sést greinilega á Evrópulerkinu í Hólavallagarði því haustkal hefur gert það kræklótt.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Miðvikudaginn 25. desember

Þriðjudaginn 24. desember