Skora á ráðherra um framkvæmd

Kirkjan í Gufudalssveit
Kirkjan í Gufudalssveit

Stjórn Fjórðungs­sam­bands Vest­fjarða hef­ur sent inn­an­rík­is­ráðherra álykt­un þar sem skorað er á inn­an­rík­is­ráðherra, Ögmund Jónas­son að tryggja fjár­magn til að hægt verið að vinna að sam­göngu­fram­kvæmd­um í Gufu­dals­sveit og ít­rek­ar að stefnu­mörk­un taki mið af vilja sveit­ar­stjórna og íbúa á Vest­fjörðum.

Eft­ir­far­andi er álykt­un­in:

„Stjórn Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga samþykkti á fundi sín­um hinn 27. sept­em­ber 2011 eft­ir­far­andi álykt­un til inn­an­rík­is­ráðherra.


56. Fjórðungsþing Vest­f­irðinga haldið í Bol­ung­ar­vík hinn 2. og 3. sept­em­ber sl., samþykkti að for­gangs­verk­efni í sókn­aráætl­un lands­hlut­ans yrðu sam­göngu­mál.  Þingið lýsti einnig ánægju með störf inn­an­rík­is­ráðherra með því að kalla til sam­ráðsvett­vang,  þar sem skoðaðar væru með opn­um huga lausn­ir í vali á veg­stæði Vest­fjarðaveg­ar 60 um Gufu­dals­sveit.   Niðurstaða inn­an­rík­is­ráðherra þar sem val­in er leið um Ódrjúg­háls og Hjalla­háls og kynnt var á fundi sam­ráðsvett­vangs hinn 9. sept­em­ber sl. og á íbúa­fundi 20. sept­em­ber sl., olli því mikl­um von­brigðum, enda svar­ar hún ekki ákalli íbúa um lág­lendis­veg.  Stjórn Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga ít­rek­ar því samþykkt Fjórðungsþinga Vest­f­irðinga um stefnu­mörk­un vest­firskra sveit­ar­stjórna í sam­göngu­mál­um lands­hlut­ans, stefnu­mörk­un sem end­ur­spegl­ar vilja íbúa á Vest­fjörðum.  


Stjórn Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga hvet­ur inn­an­rík­is­ráðherra að leita áfram nýrra lausna sem end­ur­spegli vilja íbúa og stefnu­mörk­un sveit­ar­stjórna á Vest­fjörðum í sam­göngu­mál­um lands­hlut­ans.  Stjórn Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga bend­ir á að nýj­ar upp­lýs­ing­ar sem komu fram á fund­um sam­ráðsvett­vangs inn­an­rík­is­ráðherra kalli á gerð nýs um­hverf­is­mats og eða formats á um­hverf­isáhrif­um sam­göngu­fram­kvæmda í Gufu­dals­sveit.  Stjórn Fjórðungs­sam­bands Vest­f­irðinga skor­ar því á inn­an­rík­is­ráðherra að tryggja nauðsyn­legt fjár­magn til að hefjast þegar handa við þá vinnu.“

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars