Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr Ármanni bætti í dag Íslandsmet sitt í fimmtarþraut innanhúss á alþjóðlegu móti í Tallinn í Eistlandi. Hún hlaut samtals 4.298 stig en fyrra met hennar var 4.205 stig frá árinu 2010.
Síðasta þraut dagsins var 800 metra hlaup þar sem Helga Margrét vann á 2:12,97 mínútum sem skilaði henni 922 stigum. Hún hefur best hlaupið á 2:12,85 mínútum en hljóp á 2:15,31 mínútum þegar hún setti Íslandsmetið 2010.
Helga Margrét varð í 2. sæti í mótinu á eftir Lauru Ikauniece frá Lettlandi sem hlaut 4.346 stig.
Heildarárangur Helgu Margrétar:
60 m grindahlaup: 9,03 sekúndur - 904 stig
Hástökk: 1,74 metri - 903 stig
Kúluvarp: 14,74 metrar - 843 stig
Langstökk: 5,59 metrar - 726 stig
800 m hlaup: 2:12,97 mínútur - 922 stig