Íbúar í Grindavík flýja heimili sín

Íbúar í Grindavík upplifa sig ekki örugga á heimilum sínum.
Íbúar í Grindavík upplifa sig ekki örugga á heimilum sínum. Samsett mynd

„Við erum búin að pakka niður í tösku og erum bara að fara,“ segir Björn Steinar Brynjólfsson, íbúi í Grindavík, í samtali við mbl.is. Björn og fjölskylda hans upplifa sig ekki örugg í Grindavík sem stendur, en kröftug jarðskjálftahrina skekur nú Reykjanesskaga. 

Mikil umferð er á leið út úr Grindavík sem stendur og fjöldi íbúa flýr heimili sín. Grindavíkurvegi hefur verið lokað vegna skemmda sem urðu í hörðustu skjálftunum í dag. 

Björn kom heim úr vinnu klukkan fimm í dag og eftir tuttugu mínútur fann hann að hann gat ekki verið um kyrrt.

„Við erum auðvitað fyrst og fremst að hugsa um börnin,“ segir Björn. 

Skemmdir orðið á húsum

Upplifið þið ykkur ekki örugg á heimili ykkar?

„Nei, það er bara nákvæmlega þannig,“ segir Björn.

Skemmdir hafa orðið á heimili þeirra, í stærstu skjálftunum í dag fór allt úr hillum og skúffur opnuðust. Þá brotnuðu allar gardínur í gluggum.

Fjölskyldan er svo heppin að eiga góða að og er stefnan nú tekin á sumarbústað sem vinafólk þeirra á.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Loka